Posts in Category: Krúttvætt

Frábært fertugsafmæli

Á laugardaginn var mér boðið í aldeilis frábært og skemmtilegt afmæli sem haldið var utandyra í blíðskaparveðri. Veislutjöld, gómsætar veitingar og allt skreytt hátt og lágt og frábær félagsskapur rammaði inn einstakt kvöld.

Undirbúningurinn hófst því á að ákveða gjöfina og pakka inn.

Hrund1

Þessa tölustafi keypti ég í IKEA og finnst ofsalega gaman að leika með þá. Auðvitað kosta þeir klink sem gerir þá svo miklu skemmtilegri. Svo má ekki gleyma gjöfinni og fyrir valinu voru fallegu hreindýraservétturnar.

Hrund2

Því næst var lagt af stað. Þar sem ég elska að endurnýta er fallegi silkipappírinn utanum af kertum sem ég keypti í Tiger og svarti pokinn kom frá Reykjavík Letterpress þegar ég var að kaupa fleiri merkispjöld líkt og eru á servéttunum.

Hrund3

P.s. já og á lokasprettinum ákvað ég að það væri skemmtilegra að hafa sitt hvorn litinn í tölustöfununum – því auðvitað keypti ég báða litina.

Ég er heppinn, ég á tvær mömmur.

Við mæðgurnar fórum í svo dásamlega skemmtilega heimsókn í gær. Heimsóttum lítinn nýfæddan prins og flottu mömmurnar hans. Því var þörf á að gera skemmtilega og persónulega samfellu. Í raun var ég búin að vera að undirbúa gjöfina í nokkurn tíma. Velja texta og liti og kaupa sitt lítið af hverju til að fullkomna gjöfina.

Lilli1

Þar sem ég keypti fyrst gjafakassann utanum gjöfina varð hann hugmyndin að litaþemanu á samfellunni, fallegur kóngablár litur og taupe litur. Já og svo pínu dúlluverk.

Lilli2

 

Auðvitað var sæta samfellan svo sett í poka og svo var pínu aukaglaðningur settur með frá Loccitane, frönsku yndis versluninni. Lítil krem og sápa með viðeigandi heiti, Bonne mére eða góða mamma.

Lilli3

Og þá er það innpökkunin sem ég ELSKA að nostra við. Gjafakassann keypti ég hjá uppáhaldsystrunum, Sösterne Grönne og borðinn kemur frá Íslenzka Pappírsfélaginu. Kortið sem mér finnst svo rómantíkst og fallegt er servétta sem ég keypti (10 saman) í Megastore í Smáralind fyrir nokkru síðan og rammar gjöfina svo fallega inn.

Húsylja

Þegar ég varð fertug fyrir nokkrum árum gaf Ásta frænka mér gjöf sem heillaði mig alveg. Hún var full af hlýju og ást enda var það karfa með nýbökuðu brauði, marmelaði og allskyns fegurð og skemmtilegheitum. Síðan þá hef ég stundum unnið útfrá þessari hugmynd. Í rigningunni í gær var ég einmitt að undirbúa fallega gjöf handa góðri vinkonu sem er nýflutt og búin að hreiðra fallega um sig og fjölskyduna. Ég fór því í dulitla bæjarferð og keypti það sem mig vantaði en nýtti einnig það sem ég átti fyrir.

housewarming1

Ég keypti fallega basiliku og pasta í Frú Laugu (finnst pokinn svo fallegur) og svo nálgaðist ég S.Pellegrino vatnið í Bónus ásamt hráefni í einfalda og ljúffenga tómatpastasósu af Vinotek vefnum. Hér má finna hana : http://www.vinotek.is/2014/03/18/itolsk-tomatasosa/ (þar sem ekki kemur fram nákvæm hráefnislýsing nota ég einn lauk, tvær dósir af tómötum, 2 hvítlauksrif, teskeið af hvítvínsedik og nota síðan bæði ca. teskeið af hunangi og smá hrásykur með). Þegar sósan var búin að malla vel og lengi og ilmurinn kominn í húsið var hún sett í krús (ég notaði krús undan uppáhalds ilmkertinu mín, auðvitað nýþvegin og fín en ég geymi alltaf glösin til að nýta í ólík og skemmtileg verkefni). Síðan var raðað saman í fallega kassann sem er tilvalinn undir skemmtilegar matargjafir. Svo var haldið af stað útí rigninguna í yndislegt Húsyljuboð (finnst svo fallegt orðið “Housewarming” að ég setti á mig þýðingargleraugun) í dásamlegum félagskap og í ómótstæðilegar veitingar …

housewarming2

Ást & hlýja úr rigningunni – Ragnhildur

 

Glaðningur handa gestgjafa

Í gær var mér boðið í yndislegt matarboð hjá einstakri vinkonu.  Mér finnst alltaf svo gaman að krúttvæða og gera eitthvað sætt og í þessu tilfelli átti það svo einkar vel við. Enda gaman að koma með lítinn þakklætisvott meðferðis.

Á ensku er til orðið “hostess gift” sem mér þykir svo einstaklega fallegt. Mig langaði að gleðja með einhverju smáræði sem minnti á sumarið. Ég valdi því saman eitt og annað sem mér fannst geta skapað skemmtilega stemmingu í garðinum eða í lautarferðina. Ég fékk rör og fallega litla nestispoka hjá henni Heiði vinkonu í Íslenska Pappírsfélaginu og keypti síðan sætar servéttur. Það þarf ekkert að vera allt aðkeypt því oft lumar maður á einhverju sniðugu inní skáp til að setja með.

Hostess gift2

Einhvern tímann hafði ég keypt hnífapör nokkuð mörg saman í þessum fallega fölgræna lit og setti því nokkur af þeim með. Ég setti þau í sellófon poka sem mér finnst gott að eiga og kaupi oft í ýmsum stærðum í Sösterne Grene.

Hostess gift1

Þar með var gjöfin tilbúin og í þessum litum sem eru svo frísklegir og fallegir saman, sterki rauði liturinn á móti mildum grænum tónum. Fyrir mér er það svo þessi sæti miði “Njótið” einnig frá henni Heiði minni sem rammar inn stemminguna.

Hostess gift3

 

Njótið & eigið yndislegt sumar og sumarfrí í vændum !

Páskaborðið skreytt

Þar sem ég veit fátt skemmtilegra en að skreyta var ég ekki lengi að segja já við að skreyta páskaborð fyrir DV. Mig langaði að blanda saman glaðlega gula litnum og náttúrulegum tónum. Já og nota það sem til var í skápunum ( it’s a lot ). Skápar shoppaholics svo það er auðvelt að nálgast fallegt fínerí. En það sem ég fór og keypti voru greinar og sítrónur til að ná fram fallega gula litnum.

Ég lagði á borð fyrir 6 en þar sem ég átti aðeins fjórar gular tauservéttur notaði ég hör servéttur á móti. Þær eru í raun í stíl við dúkinn svo þið sjáið hversu oft dúkurinn hefur verið þveginn miðað við servétturnar. En núna ætla ég að verða umhverfisvænni og vera duglegri að nota tauservéttur svo er það líka bara svo ofsalega fallegt.

Paskabord langsum

Sparistellið mitt (á diska fyrir ríflega 20) kemur úr Sösterne Grene. Já og byrjaði að safna því áður en verslunin kom til Íslands svo í hverri Danmerkurferð voru sóttir nokkrir diskar, skálar eða kaffibollar. Já og maðurinn minn var líka látinn rogast með heim eitthvað úr stellinu góða þegar hann var úti. Þegar verslunin kom hingað heim var bara hreinlega of auðvelt að nálgast vöruna. Og því fór svo að verksmiðjan sem stellið mitt hafði verið framleitt í hætti og þar með var framleiðslunni hætt. Svo tuttugu diskar á móti sex skálum er skemmtileg tala.

DV skreytt bord

Já svo notaði ég auðvitað sætu páskapokana sem var hugsaður sem gleðigjafi í lok máltíðarinnar. Lítill poki með gómsætu páskaeggi. Svo er fallegur páskalöber í stíl en þar sem borðið er hvítt finnst mér koma fallegt mótvægi að hafa hörlitaðan dúkinn undir.

skenkur

Auðvitað var skenkurinn líka skreyttur. Og þessi fallega páskalega sería var jólagjöf frá góðri vinkonu og í þessu samhengi minnir hún á lítil páskaegg. Svo er auðvitað alltaf gaman að skreyta með fallegu rörunum hennar Heiðar frá Íslenzka Pappírsfélaginu.

Eigiði sem ljúfasta páska – skreytta eða óskreytta. Mestu skiptir að njóta.

Páskaknús

Ragnhildur

Páskakanínan skottast um

Páskakanínan hefur ætt hér um heimilið og tekið það í gíslingu. Já og bæði utan og innan dyra.

Þessi sniðugi krans hefur fylgt mér lengi. Keypti hann á sínum tíma í Soldis þegar sú búð var enn í miðbænum (á Vitastíg þar sem nú er KronKron). Alltaf jafn falleg grænn og svo skreyttur eftir árstíðum.

Paskakrans uti

Já og auðvitað þurfti að hafa páskaliljur í potti. Fóru reyndar afar snemma út þar sem Páskakanínan hafði keypt þær svo snemma að þær voru útsprungnar og fallegar í stofunni mörgum vikum fyrir páska.

Paskaliljur uti

Páskakanínan var svoo löt að hún gróðursetti ekkert þessar elskur heldur tillti þeim bara svona pent í pottinn. Já nei takk ekkert páskahret hér.

Í vikunni fékk ég síðan verkefni sem mér fannst afar skemmtilegt. Skreyta páskaborð fyrir Páskablað DV. Hver einasta settning sem inniheldur sögnina að skreyta er mér að skapi. Ég bókstaflega ELSKA að skreyta. Þegar ég held veislu byrja ég á því að skreyta í stað þess að byrja á hinu óumflýjanlega að þrífa.

DV skreytt bord

Ég held bara að mér finnsist fallegast að blanda saman gulum og natural tónum. En þessar myndir eru af páskborðinu sem ég gerði fyrir DV. Miklu meira um það síðar.

DV paskabord

 

 

Svona verður til Ljúflingsverzlun

Ljúflingsverzlun er samstarfsverkefni okkar Heiðar í Íslenzka Pappírsfélaginu og mín, Ragnhildar í Jónsdóttir & co. Við stöllurnar kynntumst þegar ég kom til Heiðar að kaupa bakaraband sem ég nota til að loka aftur litlu pokunum með samfellunum í. Svo sannarlega afdrifarík kaup sem leiddu til einstaks samstarfs og ómetanlegrar vináttu.

Bakarabandið í góðum félagskap.

hjartanitt

Við erum búin að starfrækja Ljúflingsverzlunina okkar í meira en tvö ár og skiptin eru orðin yfir 20 sem við höfum sett upp sætu krúttbúðina okkar. Ljúflingsverslunin er eins og lítið kaupfélag þar sem úir og grúir saman alls kyns skemmtilegt hvort heldur sem er ilmkerti, gjafapappír, sápur, satínborðar, ungbarnavara eða matreiðslubækur. Eini samnefnarinn er að við erum einungis með vörur sem okkur finnast æðislegar. Það skemmtilega er að margar þeirra færðu aðeins hjá okkur.

Svuntaoggraennveggur

Eitt af því sem er svo gaman við Ljúflingsverzlunina er að setja hana upp, stilla upp fallega og krúttvæða ! En þar sem við komum í húsnæði þar sem dags daglega er rekin annar rekstur byrjum við í raun með hvítt blað …

hillur

Og því er útkoman aldrei sú sama þar sem við stillum upp fyrir eina helgi í einu. Þumalputtareglan er að við opnum sætu búðina eina helgi í mánuði og reynum yfirleitt að miða við þá fyrstu.

pappirshilla

Já og það eina sem er alltaf öruggt – það eru alltaf nýbakaðir sætir molar á kantinum.

paskamolar