Posts in Category: Jónsdóttir & Co

Frábært fertugsafmæli

Á laugardaginn var mér boðið í aldeilis frábært og skemmtilegt afmæli sem haldið var utandyra í blíðskaparveðri. Veislutjöld, gómsætar veitingar og allt skreytt hátt og lágt og frábær félagsskapur rammaði inn einstakt kvöld.

Undirbúningurinn hófst því á að ákveða gjöfina og pakka inn.

Hrund1

Þessa tölustafi keypti ég í IKEA og finnst ofsalega gaman að leika með þá. Auðvitað kosta þeir klink sem gerir þá svo miklu skemmtilegri. Svo má ekki gleyma gjöfinni og fyrir valinu voru fallegu hreindýraservétturnar.

Hrund2

Því næst var lagt af stað. Þar sem ég elska að endurnýta er fallegi silkipappírinn utanum af kertum sem ég keypti í Tiger og svarti pokinn kom frá Reykjavík Letterpress þegar ég var að kaupa fleiri merkispjöld líkt og eru á servéttunum.

Hrund3

P.s. já og á lokasprettinum ákvað ég að það væri skemmtilegra að hafa sitt hvorn litinn í tölustöfununum – því auðvitað keypti ég báða litina.

Ég er heppinn, ég á tvær mömmur.

Við mæðgurnar fórum í svo dásamlega skemmtilega heimsókn í gær. Heimsóttum lítinn nýfæddan prins og flottu mömmurnar hans. Því var þörf á að gera skemmtilega og persónulega samfellu. Í raun var ég búin að vera að undirbúa gjöfina í nokkurn tíma. Velja texta og liti og kaupa sitt lítið af hverju til að fullkomna gjöfina.

Lilli1

Þar sem ég keypti fyrst gjafakassann utanum gjöfina varð hann hugmyndin að litaþemanu á samfellunni, fallegur kóngablár litur og taupe litur. Já og svo pínu dúlluverk.

Lilli2

 

Auðvitað var sæta samfellan svo sett í poka og svo var pínu aukaglaðningur settur með frá Loccitane, frönsku yndis versluninni. Lítil krem og sápa með viðeigandi heiti, Bonne mére eða góða mamma.

Lilli3

Og þá er það innpökkunin sem ég ELSKA að nostra við. Gjafakassann keypti ég hjá uppáhaldsystrunum, Sösterne Grönne og borðinn kemur frá Íslenzka Pappírsfélaginu. Kortið sem mér finnst svo rómantíkst og fallegt er servétta sem ég keypti (10 saman) í Megastore í Smáralind fyrir nokkru síðan og rammar gjöfina svo fallega inn.

Vinsælasti liturinn fyrir fermingardömur

Fyrir ári síðan (þegar koddaverin voru rétt að byrja) pantaði Hallgerður Freyja koddaver handa vinkonu sinni í fermingargjöf. Hún valdi litina fjólublátt og grátt sem var hennar eigin hugmynd. Það skemmtilega er að þetta hefur verið vinsælasta litasamsettningin fyrir ungar fermingardömur allar götur síðan. Á þessum aldri eru þessar flottu dömur vaxnar uppúr bleika litnum og þá er þessi litur, fallegur fjólutónn og svo ljós tónn af gráum með svo falleg blanda.

Það kom því ekki annað til greina en að velja þessa litasamsettningu þegar Hallgerður fermdist síðastliðið vor. Já hún er svoo flott þessi stelpa, klár, skemmtileg, ljúf og falleg. Hvað er svo betra en að eiga koddaver sem minnir mann á þessi sönnu orð ef maður lendir einhverntímann í vafa ?

photo 2

 

Það kemur kannski ekki á óvart hvaða lit Hallgerður valdi í ferminguna sína …

photo 5

 

Já og svo var það kransakaka ! Jafn falleg og hún var bragðgóð. Væri til í smá bita af henni núna …

 

photo 4[1]

Hér er síðan fyrsta verið sem var gert í þessum fallegu litum sem Hallgerður pantaði handa einstakri vinkonu sinni henni Höllu Maríu.

photo 1[1]

 

TAKK Hallgerður Freyja fyrir frábæra hugmynd að fallegri litasamsettningu.

photo 3[3]

Fyrsta fermingakoddaverið

Það er ár síðan ég byrjaði að vinna að persónulegu koddaverunum. Mig hefur lengi langað að segja aðeins frá því hvernig svona yndis ver verður til.

Hér er sagan og myndir af fyrsta fermingarkoddaverinu sem var gert fyrir rétt ári síðan. Það var yndislegur vinur, Tómas Ingi sem fyrsta verið var gert handa. Ég ákvað í það skiptið að fjölskyldan hans Tomma myndi velja orðin og það gerðu þau í sameiningu og völdu þessi fallegu orð.

prentun5

Áður en verið er tilbúið fer það í gegnum ákveðið ferli. Öll koddaverin eru saumuð á Íslandi og mörg þeirra á Vinnustofunni Ás eða af yndislegu saumakonunni minni. Þegar ég hef nýsaumað ver í höndunum er textinn settur upp í tölvunni og litir ákveðnir. Já og PRÓFARKALESIÐ. Það er ekkert skelfilegra en skila af sér veri með villu á (og jú það hefur komið fyrir) !

Þá er hægt að hefja prentunina …

prentun1

Já og svo er það hitapressan – ekki síður mikilvæg. Án hennar bindst blekið ekki bómullinni.

prentun2

Að þessu loknu er verið tilbúið til pökkunnar. Já eða til frekari krúttvæðingar …

prentun3

Einmitt svona lítur tilbúið ver út með satínborða og tilbúið til að gleðja. Þar sem ég var hins vegar á leið í fermingu hjá Tómasi Inga, brosmildum einstökum snilling var pökkun í gjafapappír lokaskrefið.

Prentun4

Það er einmitt svona sem koddaver verður til. Einstakt og persónulegt í hvert einasta skipti sem unnið er að nýju veri.

Sigga og Tommi

Svo yndisleg mæðgin, Tómas Ingi og Sigga, mín dýrmæta vinkona til 35 ára á fermingardeginum hans Tómasar Inga. En auðvitað var blátt litaþema.

Loksins – blogg !

Þetta byrjaði allt með því að ég fékk nýjan síma fyrir tveimur árum. Og mesta tækninýjungin var að vera komin með myndavél í símann. Ég hafði verið með Motorola síma sem var lööööngu hætt að framleiða og ég var bara svo ljósárum frá að detta inní nútímann. En nú var ég kominn með Iphone síma (sem ég kunni að sjálfsögðu ekkert á) og þessi myndavél ásamt Instagram (sem gerir hvaða mynd sem er glæsilega) var það sem ég elskaði mest.

Frá því ég fékk símann minn fína í ammælisgjöf hefur mig langað að prufa að vera með blogg. Ég er ótrúlega virk með Facebook síðu Jónsdóttir & co sem er hugarfóstur mitt og ég vinn að. Þar á ég alltaf erfitt með að hemja mig því það er alltaf svo margt sem mig langar að segja frá. Þess vegna fannst mér bloggið svo spennandi því þar get ég notið þess að skrifa lengri texta en einn stadus :) Já og í raun sagt nánar frá því sem ég er að bardúsa og notað myndavélina á símanum fyrir bloggið mitt.

RAJ_Mynd

Takk fyrir að kíkja í heimsókn á fyrsta bloggið mitt :)

Knús og kram

Ragnhildur Bloggarakona