Monthly Archives: February 2014

Loksins – blogg !

Þetta byrjaði allt með því að ég fékk nýjan síma fyrir tveimur árum. Og mesta tækninýjungin var að vera komin með myndavél í símann. Ég hafði verið með Motorola síma sem var lööööngu hætt að framleiða og ég var bara svo ljósárum frá að detta inní nútímann. En nú var ég kominn með Iphone síma (sem ég kunni að sjálfsögðu ekkert á) og þessi myndavél ásamt Instagram (sem gerir hvaða mynd sem er glæsilega) var það sem ég elskaði mest.

Frá því ég fékk símann minn fína í ammælisgjöf hefur mig langað að prufa að vera með blogg. Ég er ótrúlega virk með Facebook síðu Jónsdóttir & co sem er hugarfóstur mitt og ég vinn að. Þar á ég alltaf erfitt með að hemja mig því það er alltaf svo margt sem mig langar að segja frá. Þess vegna fannst mér bloggið svo spennandi því þar get ég notið þess að skrifa lengri texta en einn stadus :) Já og í raun sagt nánar frá því sem ég er að bardúsa og notað myndavélina á símanum fyrir bloggið mitt.

RAJ_Mynd

Takk fyrir að kíkja í heimsókn á fyrsta bloggið mitt :)

Knús og kram

Ragnhildur Bloggarakona