Monthly Archives: March 2014

Svona verður til Ljúflingsverzlun

Ljúflingsverzlun er samstarfsverkefni okkar Heiðar í Íslenzka Pappírsfélaginu og mín, Ragnhildar í Jónsdóttir & co. Við stöllurnar kynntumst þegar ég kom til Heiðar að kaupa bakaraband sem ég nota til að loka aftur litlu pokunum með samfellunum í. Svo sannarlega afdrifarík kaup sem leiddu til einstaks samstarfs og ómetanlegrar vináttu.

Bakarabandið í góðum félagskap.

hjartanitt

Við erum búin að starfrækja Ljúflingsverzlunina okkar í meira en tvö ár og skiptin eru orðin yfir 20 sem við höfum sett upp sætu krúttbúðina okkar. Ljúflingsverslunin er eins og lítið kaupfélag þar sem úir og grúir saman alls kyns skemmtilegt hvort heldur sem er ilmkerti, gjafapappír, sápur, satínborðar, ungbarnavara eða matreiðslubækur. Eini samnefnarinn er að við erum einungis með vörur sem okkur finnast æðislegar. Það skemmtilega er að margar þeirra færðu aðeins hjá okkur.

Svuntaoggraennveggur

Eitt af því sem er svo gaman við Ljúflingsverzlunina er að setja hana upp, stilla upp fallega og krúttvæða ! En þar sem við komum í húsnæði þar sem dags daglega er rekin annar rekstur byrjum við í raun með hvítt blað …

hillur

Og því er útkoman aldrei sú sama þar sem við stillum upp fyrir eina helgi í einu. Þumalputtareglan er að við opnum sætu búðina eina helgi í mánuði og reynum yfirleitt að miða við þá fyrstu.

pappirshilla

Já og það eina sem er alltaf öruggt – það eru alltaf nýbakaðir sætir molar á kantinum.

paskamolar

 

Páskakakan skreytt

Þessi dásemd, Silvíu kaka er að finna á Ljúfmeti.is og hún er jafn auðveld og hún er góð. Já og hún sver sig kannski aðeins í ætt við Sjónvarpsköku (sem mér finnst hrikalega góð). Svo er Silvíu kakan líka einstaklega páskaleg því kremið sem búið er m.a. til úr eggjarauðu gerir kremið svo fallega gult.

Silviaskreytt

Það sem mér finnst setja punktinn yfir iið er aðeins að detta í skreytideildina. Þessi sætu páskaegg í fallegum pastel litum ( já og svo eru þau líka soldið góð ) gera þetta páskalegt og sætt.

Cadbury egg

Bjartur var samt spenntastur og áður en kvöldið var úti hafði hann náð að stökkva uppá borð og sækja sér bita.

BjarturSilvia

Fyrsta fermingakoddaverið

Það er ár síðan ég byrjaði að vinna að persónulegu koddaverunum. Mig hefur lengi langað að segja aðeins frá því hvernig svona yndis ver verður til.

Hér er sagan og myndir af fyrsta fermingarkoddaverinu sem var gert fyrir rétt ári síðan. Það var yndislegur vinur, Tómas Ingi sem fyrsta verið var gert handa. Ég ákvað í það skiptið að fjölskyldan hans Tomma myndi velja orðin og það gerðu þau í sameiningu og völdu þessi fallegu orð.

prentun5

Áður en verið er tilbúið fer það í gegnum ákveðið ferli. Öll koddaverin eru saumuð á Íslandi og mörg þeirra á Vinnustofunni Ás eða af yndislegu saumakonunni minni. Þegar ég hef nýsaumað ver í höndunum er textinn settur upp í tölvunni og litir ákveðnir. Já og PRÓFARKALESIÐ. Það er ekkert skelfilegra en skila af sér veri með villu á (og jú það hefur komið fyrir) !

Þá er hægt að hefja prentunina …

prentun1

Já og svo er það hitapressan – ekki síður mikilvæg. Án hennar bindst blekið ekki bómullinni.

prentun2

Að þessu loknu er verið tilbúið til pökkunnar. Já eða til frekari krúttvæðingar …

prentun3

Einmitt svona lítur tilbúið ver út með satínborða og tilbúið til að gleðja. Þar sem ég var hins vegar á leið í fermingu hjá Tómasi Inga, brosmildum einstökum snilling var pökkun í gjafapappír lokaskrefið.

Prentun4

Það er einmitt svona sem koddaver verður til. Einstakt og persónulegt í hvert einasta skipti sem unnið er að nýju veri.

Sigga og Tommi

Svo yndisleg mæðgin, Tómas Ingi og Sigga, mín dýrmæta vinkona til 35 ára á fermingardeginum hans Tómasar Inga. En auðvitað var blátt litaþema.