Monthly Archives: April 2014

Páskaborðið skreytt

Þar sem ég veit fátt skemmtilegra en að skreyta var ég ekki lengi að segja já við að skreyta páskaborð fyrir DV. Mig langaði að blanda saman glaðlega gula litnum og náttúrulegum tónum. Já og nota það sem til var í skápunum ( it’s a lot ). Skápar shoppaholics svo það er auðvelt að nálgast fallegt fínerí. En það sem ég fór og keypti voru greinar og sítrónur til að ná fram fallega gula litnum.

Ég lagði á borð fyrir 6 en þar sem ég átti aðeins fjórar gular tauservéttur notaði ég hör servéttur á móti. Þær eru í raun í stíl við dúkinn svo þið sjáið hversu oft dúkurinn hefur verið þveginn miðað við servétturnar. En núna ætla ég að verða umhverfisvænni og vera duglegri að nota tauservéttur svo er það líka bara svo ofsalega fallegt.

Paskabord langsum

Sparistellið mitt (á diska fyrir ríflega 20) kemur úr Sösterne Grene. Já og byrjaði að safna því áður en verslunin kom til Íslands svo í hverri Danmerkurferð voru sóttir nokkrir diskar, skálar eða kaffibollar. Já og maðurinn minn var líka látinn rogast með heim eitthvað úr stellinu góða þegar hann var úti. Þegar verslunin kom hingað heim var bara hreinlega of auðvelt að nálgast vöruna. Og því fór svo að verksmiðjan sem stellið mitt hafði verið framleitt í hætti og þar með var framleiðslunni hætt. Svo tuttugu diskar á móti sex skálum er skemmtileg tala.

DV skreytt bord

Já svo notaði ég auðvitað sætu páskapokana sem var hugsaður sem gleðigjafi í lok máltíðarinnar. Lítill poki með gómsætu páskaeggi. Svo er fallegur páskalöber í stíl en þar sem borðið er hvítt finnst mér koma fallegt mótvægi að hafa hörlitaðan dúkinn undir.

skenkur

Auðvitað var skenkurinn líka skreyttur. Og þessi fallega páskalega sería var jólagjöf frá góðri vinkonu og í þessu samhengi minnir hún á lítil páskaegg. Svo er auðvitað alltaf gaman að skreyta með fallegu rörunum hennar Heiðar frá Íslenzka Pappírsfélaginu.

Eigiði sem ljúfasta páska – skreytta eða óskreytta. Mestu skiptir að njóta.

Páskaknús

Ragnhildur

Páskakanínan skottast um

Páskakanínan hefur ætt hér um heimilið og tekið það í gíslingu. Já og bæði utan og innan dyra.

Þessi sniðugi krans hefur fylgt mér lengi. Keypti hann á sínum tíma í Soldis þegar sú búð var enn í miðbænum (á Vitastíg þar sem nú er KronKron). Alltaf jafn falleg grænn og svo skreyttur eftir árstíðum.

Paskakrans uti

Já og auðvitað þurfti að hafa páskaliljur í potti. Fóru reyndar afar snemma út þar sem Páskakanínan hafði keypt þær svo snemma að þær voru útsprungnar og fallegar í stofunni mörgum vikum fyrir páska.

Paskaliljur uti

Páskakanínan var svoo löt að hún gróðursetti ekkert þessar elskur heldur tillti þeim bara svona pent í pottinn. Já nei takk ekkert páskahret hér.

Í vikunni fékk ég síðan verkefni sem mér fannst afar skemmtilegt. Skreyta páskaborð fyrir Páskablað DV. Hver einasta settning sem inniheldur sögnina að skreyta er mér að skapi. Ég bókstaflega ELSKA að skreyta. Þegar ég held veislu byrja ég á því að skreyta í stað þess að byrja á hinu óumflýjanlega að þrífa.

DV skreytt bord

Ég held bara að mér finnsist fallegast að blanda saman gulum og natural tónum. En þessar myndir eru af páskborðinu sem ég gerði fyrir DV. Miklu meira um það síðar.

DV paskabord

 

 

Vinsælasti liturinn fyrir fermingardömur

Fyrir ári síðan (þegar koddaverin voru rétt að byrja) pantaði Hallgerður Freyja koddaver handa vinkonu sinni í fermingargjöf. Hún valdi litina fjólublátt og grátt sem var hennar eigin hugmynd. Það skemmtilega er að þetta hefur verið vinsælasta litasamsettningin fyrir ungar fermingardömur allar götur síðan. Á þessum aldri eru þessar flottu dömur vaxnar uppúr bleika litnum og þá er þessi litur, fallegur fjólutónn og svo ljós tónn af gráum með svo falleg blanda.

Það kom því ekki annað til greina en að velja þessa litasamsettningu þegar Hallgerður fermdist síðastliðið vor. Já hún er svoo flott þessi stelpa, klár, skemmtileg, ljúf og falleg. Hvað er svo betra en að eiga koddaver sem minnir mann á þessi sönnu orð ef maður lendir einhverntímann í vafa ?

photo 2

 

Það kemur kannski ekki á óvart hvaða lit Hallgerður valdi í ferminguna sína …

photo 5

 

Já og svo var það kransakaka ! Jafn falleg og hún var bragðgóð. Væri til í smá bita af henni núna …

 

photo 4[1]

Hér er síðan fyrsta verið sem var gert í þessum fallegu litum sem Hallgerður pantaði handa einstakri vinkonu sinni henni Höllu Maríu.

photo 1[1]

 

TAKK Hallgerður Freyja fyrir frábæra hugmynd að fallegri litasamsettningu.

photo 3[3]