Vinsælasti liturinn fyrir fermingardömur

Fyrir ári síðan (þegar koddaverin voru rétt að byrja) pantaði Hallgerður Freyja koddaver handa vinkonu sinni í fermingargjöf. Hún valdi litina fjólublátt og grátt sem var hennar eigin hugmynd. Það skemmtilega er að þetta hefur verið vinsælasta litasamsettningin fyrir ungar fermingardömur allar götur síðan. Á þessum aldri eru þessar flottu dömur vaxnar uppúr bleika litnum og þá er þessi litur, fallegur fjólutónn og svo ljós tónn af gráum með svo falleg blanda.

Það kom því ekki annað til greina en að velja þessa litasamsettningu þegar Hallgerður fermdist síðastliðið vor. Já hún er svoo flott þessi stelpa, klár, skemmtileg, ljúf og falleg. Hvað er svo betra en að eiga koddaver sem minnir mann á þessi sönnu orð ef maður lendir einhverntímann í vafa ?

photo 2

 

Það kemur kannski ekki á óvart hvaða lit Hallgerður valdi í ferminguna sína …

photo 5

 

Já og svo var það kransakaka ! Jafn falleg og hún var bragðgóð. Væri til í smá bita af henni núna …

 

photo 4[1]

Hér er síðan fyrsta verið sem var gert í þessum fallegu litum sem Hallgerður pantaði handa einstakri vinkonu sinni henni Höllu Maríu.

photo 1[1]

 

TAKK Hallgerður Freyja fyrir frábæra hugmynd að fallegri litasamsettningu.

photo 3[3]

Leave a Reply

Your email address will not be published.

You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <strike> <strong>