Páskakanínan skottast um

Páskakanínan hefur ætt hér um heimilið og tekið það í gíslingu. Já og bæði utan og innan dyra.

Þessi sniðugi krans hefur fylgt mér lengi. Keypti hann á sínum tíma í Soldis þegar sú búð var enn í miðbænum (á Vitastíg þar sem nú er KronKron). Alltaf jafn falleg grænn og svo skreyttur eftir árstíðum.

Paskakrans uti

Já og auðvitað þurfti að hafa páskaliljur í potti. Fóru reyndar afar snemma út þar sem Páskakanínan hafði keypt þær svo snemma að þær voru útsprungnar og fallegar í stofunni mörgum vikum fyrir páska.

Paskaliljur uti

Páskakanínan var svoo löt að hún gróðursetti ekkert þessar elskur heldur tillti þeim bara svona pent í pottinn. Já nei takk ekkert páskahret hér.

Í vikunni fékk ég síðan verkefni sem mér fannst afar skemmtilegt. Skreyta páskaborð fyrir Páskablað DV. Hver einasta settning sem inniheldur sögnina að skreyta er mér að skapi. Ég bókstaflega ELSKA að skreyta. Þegar ég held veislu byrja ég á því að skreyta í stað þess að byrja á hinu óumflýjanlega að þrífa.

DV skreytt bord

Ég held bara að mér finnsist fallegast að blanda saman gulum og natural tónum. En þessar myndir eru af páskborðinu sem ég gerði fyrir DV. Miklu meira um það síðar.

DV paskabord

 

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <strike> <strong>