Páskaborðið skreytt

Þar sem ég veit fátt skemmtilegra en að skreyta var ég ekki lengi að segja já við að skreyta páskaborð fyrir DV. Mig langaði að blanda saman glaðlega gula litnum og náttúrulegum tónum. Já og nota það sem til var í skápunum ( it’s a lot ). Skápar shoppaholics svo það er auðvelt að nálgast fallegt fínerí. En það sem ég fór og keypti voru greinar og sítrónur til að ná fram fallega gula litnum.

Ég lagði á borð fyrir 6 en þar sem ég átti aðeins fjórar gular tauservéttur notaði ég hör servéttur á móti. Þær eru í raun í stíl við dúkinn svo þið sjáið hversu oft dúkurinn hefur verið þveginn miðað við servétturnar. En núna ætla ég að verða umhverfisvænni og vera duglegri að nota tauservéttur svo er það líka bara svo ofsalega fallegt.

Paskabord langsum

Sparistellið mitt (á diska fyrir ríflega 20) kemur úr Sösterne Grene. Já og byrjaði að safna því áður en verslunin kom til Íslands svo í hverri Danmerkurferð voru sóttir nokkrir diskar, skálar eða kaffibollar. Já og maðurinn minn var líka látinn rogast með heim eitthvað úr stellinu góða þegar hann var úti. Þegar verslunin kom hingað heim var bara hreinlega of auðvelt að nálgast vöruna. Og því fór svo að verksmiðjan sem stellið mitt hafði verið framleitt í hætti og þar með var framleiðslunni hætt. Svo tuttugu diskar á móti sex skálum er skemmtileg tala.

DV skreytt bord

Já svo notaði ég auðvitað sætu páskapokana sem var hugsaður sem gleðigjafi í lok máltíðarinnar. Lítill poki með gómsætu páskaeggi. Svo er fallegur páskalöber í stíl en þar sem borðið er hvítt finnst mér koma fallegt mótvægi að hafa hörlitaðan dúkinn undir.

skenkur

Auðvitað var skenkurinn líka skreyttur. Og þessi fallega páskalega sería var jólagjöf frá góðri vinkonu og í þessu samhengi minnir hún á lítil páskaegg. Svo er auðvitað alltaf gaman að skreyta með fallegu rörunum hennar Heiðar frá Íslenzka Pappírsfélaginu.

Eigiði sem ljúfasta páska – skreytta eða óskreytta. Mestu skiptir að njóta.

Páskaknús

Ragnhildur

Leave a Reply

Your email address will not be published.

You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <strike> <strong>