Glaðningur úr garðinum

Ég er svo lánsöm að vera gift manni sem hefur gaman af að stússat í garðinum. Ég er hins vegar meira svona sóldýrkandi sem nýt þess að liggja í sólinni þegar vel viðrar og fletta skemmtilegu blaði og lygni svo aftur augunum. Ég nýt hins vegar að fullu árangurs garðvinnunnar, bæði með því að virða fyrir mér fallega sleginn blettinn og vel snyrt hekk en ekki síður er það þó uppskeran sem ég nýt þess að borða. Nú er það klettakálið sem fer í pestóið og er dásamlegt með grillmatnum eða basilikan eða steinseljan. Já og auðvitað er svo beðið eftir fyrstu jarðaberjum sumarsins. En það er líka gaman að gefa dásemdirnar úr garðinum. Ég sá eitt skiptið sem ég ferðaðist um netið svo fallegan innpökkun af fersku grænmeti úr garðinum að ég ákvað að prufa. Afar einfalt og það eina sem þarf er bökunarpappír og snærisspotti.

gardur_1

Því næst er bara að rúlla brakandi ferskum dásemdunum upp í kramarhús, binda og vöndurinn er tilbúinn.

gardur_2

Það gerist ekki einfaldara en er falleg gjöf sem gleður.

Sumarknús

Ragnhildur

Leave a Reply

Your email address will not be published.

You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <strike> <strong>