Glaðningur handa gestgjafa

Í gær var mér boðið í yndislegt matarboð hjá einstakri vinkonu.  Mér finnst alltaf svo gaman að krúttvæða og gera eitthvað sætt og í þessu tilfelli átti það svo einkar vel við. Enda gaman að koma með lítinn þakklætisvott meðferðis.

Á ensku er til orðið “hostess gift” sem mér þykir svo einstaklega fallegt. Mig langaði að gleðja með einhverju smáræði sem minnti á sumarið. Ég valdi því saman eitt og annað sem mér fannst geta skapað skemmtilega stemmingu í garðinum eða í lautarferðina. Ég fékk rör og fallega litla nestispoka hjá henni Heiði vinkonu í Íslenska Pappírsfélaginu og keypti síðan sætar servéttur. Það þarf ekkert að vera allt aðkeypt því oft lumar maður á einhverju sniðugu inní skáp til að setja með.

Hostess gift2

Einhvern tímann hafði ég keypt hnífapör nokkuð mörg saman í þessum fallega fölgræna lit og setti því nokkur af þeim með. Ég setti þau í sellófon poka sem mér finnst gott að eiga og kaupi oft í ýmsum stærðum í Sösterne Grene.

Hostess gift1

Þar með var gjöfin tilbúin og í þessum litum sem eru svo frísklegir og fallegir saman, sterki rauði liturinn á móti mildum grænum tónum. Fyrir mér er það svo þessi sæti miði “Njótið” einnig frá henni Heiði minni sem rammar inn stemminguna.

Hostess gift3

 

Njótið & eigið yndislegt sumar og sumarfrí í vændum !

Leave a Reply

Your email address will not be published.

You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <strike> <strong>