Húsylja

Þegar ég varð fertug fyrir nokkrum árum gaf Ásta frænka mér gjöf sem heillaði mig alveg. Hún var full af hlýju og ást enda var það karfa með nýbökuðu brauði, marmelaði og allskyns fegurð og skemmtilegheitum. Síðan þá hef ég stundum unnið útfrá þessari hugmynd. Í rigningunni í gær var ég einmitt að undirbúa fallega gjöf handa góðri vinkonu sem er nýflutt og búin að hreiðra fallega um sig og fjölskyduna. Ég fór því í dulitla bæjarferð og keypti það sem mig vantaði en nýtti einnig það sem ég átti fyrir.

housewarming1

Ég keypti fallega basiliku og pasta í Frú Laugu (finnst pokinn svo fallegur) og svo nálgaðist ég S.Pellegrino vatnið í Bónus ásamt hráefni í einfalda og ljúffenga tómatpastasósu af Vinotek vefnum. Hér má finna hana : http://www.vinotek.is/2014/03/18/itolsk-tomatasosa/ (þar sem ekki kemur fram nákvæm hráefnislýsing nota ég einn lauk, tvær dósir af tómötum, 2 hvítlauksrif, teskeið af hvítvínsedik og nota síðan bæði ca. teskeið af hunangi og smá hrásykur með). Þegar sósan var búin að malla vel og lengi og ilmurinn kominn í húsið var hún sett í krús (ég notaði krús undan uppáhalds ilmkertinu mín, auðvitað nýþvegin og fín en ég geymi alltaf glösin til að nýta í ólík og skemmtileg verkefni). Síðan var raðað saman í fallega kassann sem er tilvalinn undir skemmtilegar matargjafir. Svo var haldið af stað útí rigninguna í yndislegt Húsyljuboð (finnst svo fallegt orðið “Housewarming” að ég setti á mig þýðingargleraugun) í dásamlegum félagskap og í ómótstæðilegar veitingar …

housewarming2

Ást & hlýja úr rigningunni – Ragnhildur

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <strike> <strong>