Dýrasta bananabrauð í heimi

Um daginn langaði mig svo að prufa uppskrift að Bananbrauði frá Sollu á Gló. Brauðið góða gerði hún í þætti af Heilsugenginu sem var á Stöð 2 í vetur (einnig er hægt að nálgast uppskriftina inná Himneskt síðunni á Facebook). Þar sem ég átti bananana fannst mér að ég væri komin hálfa leið með hráefnið eða alveg þar til ég tók saman innkaupalistann og þar til ég greiddi fyrir vöruna.

Bananabraud innkaup

 

Já  einmitt þarna kom það, dýrasta bananabrauð í heimi í öllu sínu veldi. Maðurinn minn skellihló að mér já og til að bíta hattinn úr skömminni fannst engum á heimilinu brauðið gott nema mér.

Bananbraudid

Brauðið er óhefðbundið þar sem ekkert hveiti er í því. En þegar ég bakaði það aftur í gær þá átti ég ekki nóg af möndlumjöli svo ég bætti það upp með kókoshveiti. Þetta er sennilega fullkomið naglasúpubrauð því ég hef oft skipt einu fyrir annað eftir því sem til er í skápnum en það kemur ekki að sök. Mér finnst hins vegar dökka súkkulaðið klárlega það sem gerir banabrauðið bezt. Brauðið er frekar stór en það geymist vel. Ég hef þó fryst hluta af því og tekið út eftir þörfum og svo er yndisgaman að gleðja með litlum bita og gefa matargjöf.

Bananbraud innpakkad

Þar sem ég ELSKA að pakka inn finnst mér það punkturinn yfir iið. En ég veit ekkert fallegra en að nota smjörpappír þegar ég pakka inn matargjöfum. Já og svo skar ég niður bakið af Cath Kidston límmiða bókinni minni og skrifaði aftan á hvaða dásemd væri í pakkanum, Banabrauð með dökku súkkulaði, graskersfræjum & hlynsýrópi mmmm …

p.s. Þegar þú ert búin að kaupa hráefnið einu sinni áttu til í mörg brauð.

Comments are Disabled