Ég er heppinn, ég á tvær mömmur.

Við mæðgurnar fórum í svo dásamlega skemmtilega heimsókn í gær. Heimsóttum lítinn nýfæddan prins og flottu mömmurnar hans. Því var þörf á að gera skemmtilega og persónulega samfellu. Í raun var ég búin að vera að undirbúa gjöfina í nokkurn tíma. Velja texta og liti og kaupa sitt lítið af hverju til að fullkomna gjöfina.

Lilli1

Þar sem ég keypti fyrst gjafakassann utanum gjöfina varð hann hugmyndin að litaþemanu á samfellunni, fallegur kóngablár litur og taupe litur. Já og svo pínu dúlluverk.

Lilli2

 

Auðvitað var sæta samfellan svo sett í poka og svo var pínu aukaglaðningur settur með frá Loccitane, frönsku yndis versluninni. Lítil krem og sápa með viðeigandi heiti, Bonne mére eða góða mamma.

Lilli3

Og þá er það innpökkunin sem ég ELSKA að nostra við. Gjafakassann keypti ég hjá uppáhaldsystrunum, Sösterne Grönne og borðinn kemur frá Íslenzka Pappírsfélaginu. Kortið sem mér finnst svo rómantíkst og fallegt er servétta sem ég keypti (10 saman) í Megastore í Smáralind fyrir nokkru síðan og rammar gjöfina svo fallega inn.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <strike> <strong>