Frábært fertugsafmæli

Á laugardaginn var mér boðið í aldeilis frábært og skemmtilegt afmæli sem haldið var utandyra í blíðskaparveðri. Veislutjöld, gómsætar veitingar og allt skreytt hátt og lágt og frábær félagsskapur rammaði inn einstakt kvöld.

Undirbúningurinn hófst því á að ákveða gjöfina og pakka inn.

Hrund1

Þessa tölustafi keypti ég í IKEA og finnst ofsalega gaman að leika með þá. Auðvitað kosta þeir klink sem gerir þá svo miklu skemmtilegri. Svo má ekki gleyma gjöfinni og fyrir valinu voru fallegu hreindýraservétturnar.

Hrund2

Því næst var lagt af stað. Þar sem ég elska að endurnýta er fallegi silkipappírinn utanum af kertum sem ég keypti í Tiger og svarti pokinn kom frá Reykjavík Letterpress þegar ég var að kaupa fleiri merkispjöld líkt og eru á servéttunum.

Hrund3

P.s. já og á lokasprettinum ákvað ég að það væri skemmtilegra að hafa sitt hvorn litinn í tölustöfununum – því auðvitað keypti ég báða litina.

Leave a Reply

Your email address will not be published.

You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <strike> <strong>