Fyrsta fermingakoddaverið

Það er ár síðan ég byrjaði að vinna að persónulegu koddaverunum. Mig hefur lengi langað að segja aðeins frá því hvernig svona yndis ver verður til.

Hér er sagan og myndir af fyrsta fermingarkoddaverinu sem var gert fyrir rétt ári síðan. Það var yndislegur vinur, Tómas Ingi sem fyrsta verið var gert handa. Ég ákvað í það skiptið að fjölskyldan hans Tomma myndi velja orðin og það gerðu þau í sameiningu og völdu þessi fallegu orð.

prentun5

Áður en verið er tilbúið fer það í gegnum ákveðið ferli. Öll koddaverin eru saumuð á Íslandi og mörg þeirra á Vinnustofunni Ás eða af yndislegu saumakonunni minni. Þegar ég hef nýsaumað ver í höndunum er textinn settur upp í tölvunni og litir ákveðnir. Já og PRÓFARKALESIÐ. Það er ekkert skelfilegra en skila af sér veri með villu á (og jú það hefur komið fyrir) !

Þá er hægt að hefja prentunina …

prentun1

Já og svo er það hitapressan – ekki síður mikilvæg. Án hennar bindst blekið ekki bómullinni.

prentun2

Að þessu loknu er verið tilbúið til pökkunnar. Já eða til frekari krúttvæðingar …

prentun3

Einmitt svona lítur tilbúið ver út með satínborða og tilbúið til að gleðja. Þar sem ég var hins vegar á leið í fermingu hjá Tómasi Inga, brosmildum einstökum snilling var pökkun í gjafapappír lokaskrefið.

Prentun4

Það er einmitt svona sem koddaver verður til. Einstakt og persónulegt í hvert einasta skipti sem unnið er að nýju veri.

Sigga og Tommi

Svo yndisleg mæðgin, Tómas Ingi og Sigga, mín dýrmæta vinkona til 35 ára á fermingardeginum hans Tómasar Inga. En auðvitað var blátt litaþema.

Comments are Disabled