Svona verður til Ljúflingsverzlun

Ljúflingsverzlun er samstarfsverkefni okkar Heiðar í Íslenzka Pappírsfélaginu og mín, Ragnhildar í Jónsdóttir & co. Við stöllurnar kynntumst þegar ég kom til Heiðar að kaupa bakaraband sem ég nota til að loka aftur litlu pokunum með samfellunum í. Svo sannarlega afdrifarík kaup sem leiddu til einstaks samstarfs og ómetanlegrar vináttu.

Bakarabandið í góðum félagskap.

hjartanitt

Við erum búin að starfrækja Ljúflingsverzlunina okkar í meira en tvö ár og skiptin eru orðin yfir 20 sem við höfum sett upp sætu krúttbúðina okkar. Ljúflingsverslunin er eins og lítið kaupfélag þar sem úir og grúir saman alls kyns skemmtilegt hvort heldur sem er ilmkerti, gjafapappír, sápur, satínborðar, ungbarnavara eða matreiðslubækur. Eini samnefnarinn er að við erum einungis með vörur sem okkur finnast æðislegar. Það skemmtilega er að margar þeirra færðu aðeins hjá okkur.

Svuntaoggraennveggur

Eitt af því sem er svo gaman við Ljúflingsverzlunina er að setja hana upp, stilla upp fallega og krúttvæða ! En þar sem við komum í húsnæði þar sem dags daglega er rekin annar rekstur byrjum við í raun með hvítt blað …

hillur

Og því er útkoman aldrei sú sama þar sem við stillum upp fyrir eina helgi í einu. Þumalputtareglan er að við opnum sætu búðina eina helgi í mánuði og reynum yfirleitt að miða við þá fyrstu.

pappirshilla

Já og það eina sem er alltaf öruggt – það eru alltaf nýbakaðir sætir molar á kantinum.

paskamolar

 

Leave a Reply

Your email address will not be published.

You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <strike> <strong>