VÖRUR


ÚTSÖLUSTAÐIRSAGAN


MYNDIR


Blog


FAcebook

 
 

Sagan

EINU SINNI ENDUR FYRIR LÖNGU VAR LÍTIÐ STELPUSKOTT. HENNAR LÍF OG YNDI VAR AÐ VERA Í BÚÐARLEIK. HÚN STILLTI ÚT VÖRUM Í GLUGGA Á SKRIFSTOFU FORELDRA SINNA OG ÍMYNDAÐI SÉR AÐ HÚN VÆRI AÐ STILLA ÚT Í VERSLUN. HÚN ÁTTI ÞANN DRAUM HEITASTAN AÐ VERÐA BÚÐARKONA. ÞEGAR LITLA STELPUSKOTTIÐ ÓX ÚR GRASI FÓR HÚN Í SKÓLA OG LÆRÐI BÓKMENNAFRÆÐI. Í SKÓLANUM BLUNDAÐI BÚÐARKONUDRAUMURINN Í HENNI. DRAUMURINN ÖX, DAFNAÐI OG RÆTTIST. ÁRUM SAMAN VAR STELPUSKOTTIÐ SEM ORÐIN VAR UNG KONA ALSÆL BÚÐARKONA. ÁRIN LIÐU OG MEÐ TÍMANUM FÆDDIST NÝR DRAUMUR. DRAUMURINN SEM UPPHAFLEGA HAFÐI VERIРHLJÓÐLÁTT HVÍSL VARÐ HÁVÆRARI MEÐ TÍMANUM. DRAUMURINN VAR AÐ HANNA EINSTAKA LÍNU UNDIR EIGIN MERKI SEM UNNIN VÆRI AF NATNI OG ALÚÐ.
 
JÓNSDÓTTIR & CO ER SAGA OG HUGARFÓSTUR GÖMLU BÚÐARKONUNNAR SEM ÁKVAÐ AÐ FYLGJA HJARTANU OG FETA NÝJAN SLÓÐA.
 
ÞAÐ ER EINLÆG VON MÍN AÐ JÓNSDÓTTIR & CO HRÍFI VIÐ ÞÉR. ÞVÍ AÐEINS ÞANNIG LIFIR SAGA OG DRAUMUR GÖMLU BÚÐARKONUNNAR.
 
KNÚS OG KVEÐJA
RAGNHILDUR ANNA JÓNSDÓTTIr