VÖRUR


ÚTSÖLUSTAÐIRSAGAN


MYNDIR


Blog


FAcebook

 
 

VÖRUR

FYRSTA VÖRULÍNAN SEM HÖNNUÐ ER UNDIR MERKJUM JÓNSDÓTTIR & CO ER UNGBARNALÍNA, SAMFELLUR OG SMEKKIR ÚR LÍFRÆNNI BÓMULL MEÐ FAIR TRAID VOTTUN. SAMFELLURNAR OG SMEKKIRNIR ERU SAUMAÐIR Í TANSANÍU Í AFRÍKU EN LÍFRÆNA BÓMULLIN ER EINNIG TÍND OG UNNIN ÞAR.

FAIR TRAID VOTTUNIN MERKIR AÐ ALLIR FÁ GREITT FYRIR SÍNA VINNU. ÞÓ LÍFRÆN BÓMULL OG FAIR TRAID VOTTUN ÞÝÐI AÐ VARAN ER Á ENDANUM HELDUR DÝRARI ÞÁ ER ÁVINNINGURINN ÓTVÍRÆÐUR. ÞVÍ MEÐ ÞESSU MÓTI STÖNDUM VIÐ SAMAN AÐ SAMFÉLAGSLEGRI ÁBYRGÐ ÞAR SEM VINNUFRAMLAG ALLRA ER METIÐ AÐ VERÐLEIKUM.

PRENTUNIN Á SAMFELLURNAR OG SMEKKINA ER UNNIN MEÐ VATNSLEYSANLEGUM UMHVERFISVÆNUM LITUM ÞAR SEM LITURINN FER INNÍ BÓMULLINA EN LIGGUR EKKI UTANÁ LÍKT OG GERIST MEÐ SILKIPRENTUN. ÖLL PRENTUN ER UNNIN Á ÍSLANDI OG ENGAR TVÆR PRENTANIR ALVEG EINS ÞVÍ HVER OG EIN FLÍK ER UNNIN FYRIR SIG.

MARGIR AF OKKUR GJAFAPOKUM ERU SAUMAÐIR AF VINNUSTOFUNNI ÁS. VINNUSTOFAN ÁS ER VERNDAÐUR VINNUSTAÐUR SEM VIÐ ERUM AFAR STOLT AÐ VINNA MEÐ. ÞAR VINNUR EINSTAKT FÓLK SEM OKKUR ÞYKIR FORRÉTTINDI AÐ TENGIST HÖNNUN JÓNSDÓTTUR & CO.